Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa Elkem Ísland og Klafa til fundar á mánudag þar sem reynt verður að ná samkomulagi milli aðila. Hafnarverkamenn hjá Klafa á Grundartanga hafa samþykkt boðun verkfallsaðgerða, eftir að Elkem hafði fellt sáttatilboð. Þetta kemur fram á vef Skessuhornsins.

Boðað verkfall kæmi væntanlega til framkvæmda upp úr 10. febrúar. Málið er komið til ríkissáttasemjara. Auk samninga starfsmanna Klafa við Elkem Ísland, rekstraraðila Járnblendiverksmiðjunnar, á eftir að ganga frá samningum Norðuráls við starfsmenn segir í frétt Skessuhorns..