Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er nú í níu daga leiðangri þar sem unnið er að kortlagningu hafsbotnsins.

Skipið hélt af stað þann 23. júní og mun leiðangurinn standa til 1. júlí, og ætlunin er að kortleggja 17 þúsund ferkílómetra svæði út við mörk austur af Reykjaneshrygg, þar sem hafsbotninn er á um 1.300 til 2.200 metra dýpi.

Hafrannsóknastofnun greinir frá þessu, en fylgjast má með ferðum skipsins á skip.hafro.is