Hafsteinn Már Einarsson hefur verið ráðinn til starfa á sviði fyrirtækjaráðgjafar hjá PricewaterhouseCoopers (PwC) frá og með 1. desember 2010.

„Hafsteinn er viðskiptafræðingur frá HÍ og með próf í verðbréfamiðlun. Hann hefur aflað sér mikillar sérþekkingar og reynslu á sviði ráðgjafar, rannsókna og greininga, sem starfsmaður og Partner hjá Capacent í 16 ár.  Frá 2008 hefur hann aflað sér viðbótarþekkingar á sviði fjármála og starfaði sem fyrirtækjaráðgjafi hjá Spron og loks hjá ráðgjafateymi Dróma hf. varðandi rekstur og frágang á Spron og Frjálsa Fjárfestingarbankanum,“ segir í tilkynningu frá PwC.