Hafsteinn Viktorsson, sem gengt hefur starfi framkvæmdastjóra álframleiðslu Fjarðaáls, er að hefja störf hjá móðurfélagi Alcoa í Evrópu. Þar mun hann starfa innan álframleiðslusviðs sem áreiðanleikasérfræðingur fyrir álver Alcoa í álfunni ásamt því að sinna áreiðanleikamálum fyrir ný verkefni fyrirtækisins, m.a. í Saudi-Arabíu. Hafsteinn mun einnig sinna verkefnum tímabundið fyrir Alcoa Fjarðaál varðandi flutning félagsins frá Alcoa í Bandaríkjunum til Evrópu.

Í fréttatilkynningu frá Alcoa kemur fram að Hafsteinn er menntaður flugvélavirki frá Spartan School of Aeronautics og viðhaldsfræðingur frá Parks College of St. Louis University í Bandaríkjunum.

Þessu fylgja frekari breytingar. Janne Sigurðsson tekur við sem framkvæmdastjóri framleiðslu Fjarðaáls. Janne hefur verið framkvæmdastjóri álframleiðslu hjá Fjarðaáli síðastliðin tvö ár og þar á undan var hún framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar fyrirtækisins. Janne er cand scient í stærðfræði og tölvunarfræði frá Háskólanum í Álaborg.

Kristinn Harðarson tekur við sem framkvæmdastjóri álframleiðslu Fjarðaáls. Kristinn hefur verið yfirverkfræðingur í kerskála álversins í Reyðarfirði frá stofnun þess. Kristinn er með M.Sc. gráðu í rekstrar- og iðnaðarverkfræði frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn.