Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson
Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson
© BIG (VB MYND/BIG)

Hagamelur efh, félag þeirra Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar, hefur keypt 9,9% hlut í VÍS, að því er kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Hagamelur komst fyrst í fréttirnar þegar félagið keypti stóran hlut í Högum og í dag á það 7,9% í verslunarfyrirtækinu.

Í dag hófust viðskipti með hlutabréf í VÍS í Kauphöll Íslands og er það annað félagið sem skráð er í kauphöllina á árinu. Það er jafnframt fyrsta tryggingafélagið á íslenska markaðnum. Í tilkynningu kauphallarinnar er haft eftir Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra VÍS, að skráningin sé ánægjuleg tímamót í sögu fyrirtækisins. Eftirspurn í útboðinu endurspegli þá trú sem fjárfestar hafi á rekstri og framtíðarhorfum fyrirtækisins.

Í útboðinu voru 70% hlutafjár í fyrirtækinu seld og eru hluthafar nú um 5.000 talsins. Heildarsöluandvirði seldra hluta nam 14,3 milljörðum króna. Meðalgengi í útboðinu var 8,52 krónur á hlut.