Hagnaður Hagamels ehf. nam í fyrra 726 milljónum króna. Frá þessu geinir DV í dag og vísar í ársskýrslu félagsins sem skilað var til ársreikningaskrár í byrjun september.

Hagamelur er einn stærsti hluthafinn í Högum, sem eiga og reka meðal annars Bónus og Hagkaup. Eigendur Hagamels eru Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson, sem eiga félagið í gegnum Vogabakka ehf. Að auki á Sigurbjörn Þorkelsson hlut í Hagamel í gegnum félag sitt, Capital ehf.

Hagamelur keypti hlutinn í Högum, sem er um 7,86%, í lok árs 2011. Það var áður en almennt útboð í fyrirtækinu hófst. Aðrir stórir hluthafar eru Gildi lifeyrissjóður sem á rétt rúmlega 10,3 prósenta hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A deild, sem á rétt rúmlega 8,% hlut.

Samkvæmt ársreikningi Hagamensl er hlutur félagsins í Högum metinn á rúmlega 2,2 milljarða króna en skuldir félagsins nema einungis einni milljón króna.