Hagnaður Atorku hf. fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2005 var 659 milljónir samanborið við 1419 milljónir árið á undan. Arðsemi eigin fjár á ársfjórðungnum var 7,35% sem samsvarar 32,8% á ársgrundvelli. Hagnaður á hlut á var 0,24 samanborið við 0,67 árið 2004. Heildareignir Atorku námu 17,0 milljarðar í lok tímabilsins en voru 16,8 milljarðar í ársbyrjun.

Eigið fé Atorku var 8,79 milljarðar króna í lok ársfjórðungsins en var 9,14 milljarðar í ársbyrjun. Á ársfjórðungnum var greiddur arður til hluthafa fyrir 819 milljónir króna.

Atorka lauk á fjórðungnum 1,0 milljarðs útboði á skuldabréfum til sjö ára, þeir fjármunir verða nýttir til frekari fjárfestinga erlendis.

Atorka hefur eignast ráðandi eignarhlut í Austurbakka eftir að ársfjórðungnum lauk og mun á næstu viku gera öðrum hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra. Það er okkar mat að miklir möguleikar liggi í rekstri Austurbakka og er vinna við að samhæfa dreifingu Lyfjadreifingar og Austurbakka hafin.

Rekstur fyrrum dótturfélaga Lífs hf. gengur vel og lítur út fyrir að áður kynntar áætlanir varðandi áætlaða afkomu félagana gangi eftir.

Rekstur Sæplasts hf. hefur það sem af er ári gengið samkvæmt áætlun. Promens hf., félag að 80% hluta í eigu Atorku Group hefur keypt þau félög sem ekki eru í umbreytingarferli af Sæplasti hf. í þeim tilgangi að skerpa áherslur í rekstri samstæðunnar og skapa grundvöll að frekari eflingu og stækkun með bæði innri og ytri vexti. Félagið er með til skoðunar áhugaverð verkefni til frekari stækkunar.

Atorka er í dag stærsti einstaki hluthafi Low and Bonar plc. með tæplega 22% eignarhlut. Atorka er í dag stærsti einstaki hluthafi NWF Group plc. með tæplega 12% eignarhluta

Rúmlega 102 miljónir króna eru gjaldfærðar í uppgjörinu vegna lokauppgjörs á rekstrarsamningi við Landsvaka ehf. Engar frekari greiðslur munu koma til vegna þessa samnings sem leiðir til mun lægri rekstrarkostnaði hjá félaginu en áður.

Nafni félagsins var breytt á aðalfundi félagsins úr Fjárfestingarfélaginu Atorku í Atorku Group sem er meira lýsandi fyrir starfsemi Atorku sem felst í aðkomu að fyrirtækjarekstri sem og fjárfestingum segir í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.