Sala á sérvöru Haga hefur dregist saman, sem meðal annars má rekja til skattastefnu stjórnvalda, að sögn Finns Árnasonar, forstjóra Haga. Uppgjörsfundur félagsins var haldinn síðastliðinn föstudag þar sem uppgjör síðasta rekstrarárs var kynnt. Stefnt er að sölu fjögurra sérverslana en viðskiptavild sérverslana Haga hefur verið afskrifuð að fullu.

Veiking krónunnar á síðasta rekstrarári var meiri en stjórnendur Haga gerðu ráð fyrir og hafði það áhrif á framlegðina. Á uppgjörsfundi Haga í síðustu viku gerði Finnur kostnaðarverð að umtalsefni, sem hækkaði mikið á síðasta ári. Hagar hafa aukið eigin innflutning en hann nær að mestu leyti til "nýlenduvöru", eða þurrvöru.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.