Hagar, stærsta smásölufyrirtæki landsins sem á meðal annars Bónus og Hagkaup, áætlar að áfengissala Vínfanga á núverandi rekstrarári nemi um 750 milljónir króna. Vínföng er hluti af Aðföngum, dótturfélagi Haga, sem er innflutningsaðili fyrir áfengi.

Aðföng er fimmti stærsti söluaðilinn í bjór og fjórði stærsti söluaðili rauðvínssali í ÁTVR af 44 söluaðilum samkvæmt fjárfestakynningu félagsins sem birt var í morgun. Félagið hóf undirbúning á áfengisheildsölu árið 2016 sem Viðskiptablaðið fjallaði um á sínum tíma .

Félagið fagnar nýju frumvarpi um áfengissölu á þingi þar sem ýmis tækifæri felast í netverslun með áfengi. Frumvarpið stuðlar einnig að jafnræði milli innlendrar og erlendrar verslunar en þetta segir Finnir Árnason, forstjóri Haga, í fjárfestakynningunni .