Síðan kauphöllin opnaði í morgun hafa verið nokkur viðskipti með bréf Icelandair og Haga, eða hátt í 400 milljónir með hvor bréf, en gengi bréfa Haga hefur lækkað en bréf Icelandair hafa hækkað í virði í morgun.

Þegar þetta er skrifað hefur gengi bréfa Haga lækkað um 4,22% í 349 milljón króna viðskiptum og er kaupgengið nú 34,70 en sölugengið 25,20 krónur á hvert bréf. Fara þarf aftur loka viðskipta mánudaginn 28. október 2013 til þess að bréfin séu jafnlág.

Gengi bréfa Icelandair hafa hins vegar hækkað nokkuð í morgun, eða um 1,98% í 391 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 15,30 krónur, en sölugegnið er 15,50 krónur.