Hagar hf. hafa lokið endurfjármögnun félagsins í samstarfið við NBI hf. og Nýja Kaupþing banka hf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum en félagið hefur nú að eigin sögn greitt að fullu skuldabréfaflokk félagsins, sem var á gjalddaga 19. október 2009, upphaflega að fjárhæð 7 milljarðar króna.

„Endurfjármögnun Haga er jákvæð fyrir íslenskt atvinnulíf og gefur góð fyrirheit um endurreisn íslenskra banka,“ segir í tilkynningunni.