Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu Haga um flýtimeðferð í dómsmáli gegn íslenska ríkinu. Hagar hyggjast höfða mál á hendur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, vegna ákvörðun ráðherra um að synja fyrirtækinu um opin tollkvóta án endurgjalds fyrir innflutning á lífrænum kjúklingi.

Hagar fóru á dögunum fram á að fá opinn tollkvóta og sögðu það vera forsendu fyrir því að flytja vöruna inn. Ráðherra hafnaði beiðninni og því hyggjast Hagar stefna fyrirtækinu fyrir dóm. Fyrirtækið fór fram á flýtimeðferð vegna brýnna hagsmuna.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu þann 12. Mars að ekki væri forsendur fyrir flýtimeðferð og tekur Hæstiréttur undir þá niðurstöðu.