Hlutabréf Haga hafa fengið fljúgandi start nú í byrjun ársins en þau hafa hækkað um 10% á fyrstu fimm viðskipta dögum ársins. Þá halda bréf Sýnar áfram að hækka en hún nemur 8,3% það sem af er ári en bréf fyrirtækisins hækkuðu um 44% síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Þá hafa bréf Festi hækkað um 5,4% en 15 félög af 20 hafa hækkað í byrjun árs.

Mest lækkun hefur verið á bréfum Arion banka eða 5% og þá hafa bréf Origo lækkað um 1,7%

Velta á markaðnum það sem af er ári nemur 15,5 milljörðum en mest velta hefur verið með bréf Arion eða 2,6 milljarðar. Næstmest velta hefur verið með bréf Marel eða 2,1 milljarðar og þar á eftir bréf Festi þar sem veltan hefur numið tæplega 1,8 milljörðum.

Viðskipti ársins hingað til er 859 talsins en flest þeirra hafa verið með bréf Icelandair eða 122. Þrátt fyrir töluverðar hækkanir á þriðjudag hafa bréf flugfélagsins þó einungis hækkað um 1,2% það sem af er ári.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur nær staðið í stað í byrjun árs en hún stendur nú í 2119,96 stigum.