Hagar hyggjast ekki framlengja leigusamning í Korputorgi, þar sem nú er rekin  2.800 fermetra Outlet verslun. Samningur um leiguhúsnæðið rennur út árið 2016. Finnur Árnason greindi frá þessu þegar hann kynnti hálfsársuppgjör Haga í morgun.

Kauphöllinn birti helstu niðurstöður uppgjörsins í gær. Í því kemur fram að Haga-samstæðan hagnaðist um 1.973 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Til samanburðar nam hagnaðurinn á sama tíma í fyrra 1.554 miljlónum króna. Hann er því 27% meiri nú en í fyrra.

-----------------
Leiðrétting kl. 10:55
Fullyrt var í þessari frétt að Hagar ætluðu að færa Bónusverslun sína úr Korputorgi. Það er ekki rétt. Finnur Árnason segir að Outlet verslun fari árið 2016. Samningurinn um Bónusverslunina sé hins vegar til lengri tíma og verslunin verði rekin þar áfram.