Árni Hauksson
Árni Hauksson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hagar verða skuldlaust félag eftir tvö ár ef núverandi stefnu varðandi ráðstöfun fjármuna verður fylgt áfram. Þetta segir Árni Hauksson, stjórnarformaður félagsins, í ávarpi sínu í nýbirtri ársskýrslu Haga. Hann bendir á að með því að hafa félagið skuldsett þá náist skattspörun. „Skattspörun er hins vegar ekki í tísku um þessar mundir og kann vel að vera að best sé að hafa félagið skuldlaust og greiða þannig sem mest í sameiginlega sjóði landsmanna,“ segir hann og bendir á að skattur á hagnað fyrirtækja sé lágur á Íslandi.

Árni segist í samtali við Viðskiptablaðið vonast til þess að hluthafar segi sína skoðun á framtíðarstefnu félagsins á aðalfundi félagsins í dag, föstudag.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .