Finnur Árnason, forstjóri Haga, að Hagar hafi tekið að sér að greiða októberlaun til starfsmanna BT vegna vanskyla fyrri eigenda.

Þetta kemur fram í athugasemd sem Finnur hefur sent Viðskiptablaðinu vegna ummæla Sverris Bergs Steinarssonar frá því í gær.

Athugasemd Finns er eftirfarandi:

,,Til áréttingar er rétt að fram komi að Hagar tóku yfir samninga við rúmlega 40 starfsmenn verslana BT, þegar BT verslanirnar urðu gjaldþrota í lok október síðastliðinn.  Fyrrum eigendur höfðu ekki greitt laun fyrir októbermánuð.  Starfsfólk fékk þau laun greidd eftir aðkoma Haga að BT.  Sverrir Berg Steinarssonar, fyrrum forstjóri Árdegis, sem rak m.a. verslanir BT, Noa Noa og Next, sem allar urðu gjaldþrota á síðasta ári, segir í viðtali við Viðskiptablaðið að allar verslanir BT hafi verið með jákvæða afkomu áður en þær komust í hendur Haga.  Auk þess er Sverrir Berg með dylgjur um Haga almennt.  Ekki þarf að fara mörgum orðum um trúverðugleika þessarar yfirlýsingar Sverris Berg, sem var ábyrgur fyrir rekstri verslana BT þegar þær urðu gjaldþrota og gátu ekki greitt starfsfólki sínu laun."