*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 15. febrúar 2018 17:47

Hagar hækka en N1 lækkar

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,44% í dag í 1,1 milljarðs króna viðskiptum á hlutabréfamarkaði.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,44% í dag í 1,1 milljarðs króna viðskiptum á hlutabréfamarkaði. Alls lækkaði gengi bréfa sjö félaga en tvö félög hækkuðu í verði. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,15% í 4,2 milljarða króna viðskiptum á skuldabréfamarkaði.

Mest hækkun varð á gengi Haga (1,45%) en mest lækkaði N1 í verði (1,59%). Mest viðskipti voru með bréf Marel, sem lækkuðu um 0,82%. Á First North lækkaði gengi bréfa Iceland Seafood International um 0,9% í 44 milljóna króna viðskiptum.

Á skuldabréfamarkaði lækkaði krafa RIKB 31 0124 um 4 punkta. Krafan á Íbúðabréfi 24 0215 lækkaði um 8 punkta en krafan á Íbúðabréfi 44 0615 hækkaði um 6 punkta. Óverðtryggða vísitalan hækkaði um 0,06% en sú verðtryggða lækkaði um 0,12%. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is