Úrvalsvísitala NASDAQ á Íslandi hækkaði um 0,08% í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam rúmum milljarði króna í dag.

Eimskipafélag Íslands hækkaði um 1,79% í 82 milljóna króna viðskiptum í dag. Hagar hækkuðu mest eða um 2,17% í 234 milljónir. HB Grandi hækkaði einnig um 0,17%.

Icelandair Group lækkaði hins vegar um 0,93% í 121 milljóna króna viðskiptum. Bréf í N1 lækkuðu um 0,45% í tæplega 151 milljóna króna viðskiptum. Reitir fasteignafélög ræknaði einnig um 0,49% í 98 milljóna króna viðskiptum. Bréf í Símanum héldust í stað og engin viðskipti voru með bréf Marels.

Af félögum sem eru ekki í hópi úrvalsvísitölufélaga var mest hækkun hjá Sjóva eða um 1,79% í 236 milljón króna viðskiptum. Bréf í Vátryggingafélagi Íslands hækkaði einnig um 1,45% í 25 milljón króna viðskiptum. Eik fasteignafélag lækkaði hins vegar um 0,64% í 62 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 5,2 milljarða viðskiptum.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 1 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 4,1 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,8 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 3,2 milljarða viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði lítillega í dag í 0,1 milljarða viðskiptum.