Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,25% og stendur því nú í 1.271,61 stigum. Vísitalan hefur því hækkað um 1,78% frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum nam tæpum 9 milljörðum, þar af var velta á hlutabréfamarkaði 4,7 milljörðum og á skuldabréfamakarði 4,1 milljörðum.

Gengi hlutabréfa Haga hækkaði um 2,97% í 1.127 milljón króna viðskiptum í dag. Einnig hækkaði gengi bréfa Sjóva talsvert eða um 2,42% í 227 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa N1 hækkaði jafnframt um 2,18% í 492,5 milljón króna viðskiptum.

Hins vegar lækkaði gengi bréfa Nýherja í viðskiptum dagsins eða um rúmt eitt prósent í 58,6 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði lítillega í dag í 8,4 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 1,1% í dag í 4,7 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,3% í dag í 3,6 ma. viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 1,2 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 2,2 milljarða viðskiptum.