Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,44% í dag og hefur þar með lækkað um 3,98% frá áramótum. Viðskipti með hlutabréf á Aðalmarkaði Kauphallarinnar námu 1.078 milljónum. Viðskipti með skuldabréf námu aðeins 1,3 milljarði, sem er óvenju lítið.

Hagar hækkuðu mest í viðskiptum með hlutabréf í Kauphöllinni í dag, eða um 3,3%. Í morgun var kynnt uppfærð samsetning Úrvalsvísitölunnar frá og með 1. júlí og koma Hagar inn í stað VÍS, en síðarnefnda félagið hækkaði um 0,52% í dag.

Mest viðskipti voru hins vegar með bréf Icelandair, en þau námu 782 milljónum króna. Félagið hækkaði um 1,73% í dag. Lítil eða engin viðskipti voru með bréf annarra félaga. Marel lækkaði um 0,49% í dag.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 1,1 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,3% í um 100 milljóna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 1,1 milljarðs viðskiptum.