Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,23% í tæplega 2,5 milljarða viðskiptum dagsing og stendur hún nú í 1.666,99 stigum. Aðalvísitala Skuldabréfa stóð hins vegar í stað í 1.349,89 stigum í 4,7 milljarða viðskiptum með skuldabréf í kauphöllinni í dag.

Einungis bréf VÍS, Össurar og Hagar hækkuðu í virði í kauphöllinni í dag, en lítil viðskipti voru með bréf Össurar sem hækkuðu um 1,08% upp í 470,00 krónur.

Gengi bréfa Haga hækkaði mest, eða um 1,32% í 256 milljón króna viðskiptum og fást bréfin nú á 34,50 krónur. VÍS hækkaði svo um 0,53% í tæplega 174 milljón króna viðskiptum og stóðu bréfin í 11,42 krónum í lok dags.

Marel og Reitir lækkuðu minnst

Mest lækkaði gengi bréfa Marel eða um 1,73% í 324 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 341,00 krónur. Næst mest lækkaði gengi bréfa Reita eða um 1,58% í 306 milljón króna viðskiptum og er lokagengi bréfanna 81,00 krónur.

Mest viðskipti voru heins vegar með bréf í Tryggingamiðstöðinni, eða fyrir 440 milljónir króna, en þau lækkuðu um 0,45% niður í 32,90 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 1% í dag í 2,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma stóð í stað í dag í 4,4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 0,3 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,3% í 4 milljarða viðskiptum.