Gengi hlutabréfa í Högum hækkaði um 18,1% í dag, á fyrsta viðskiptadegi félagsins í Kauphöll Íslands. Gengi bréfanna við lok dags var 15,95 krónur á hlut. Í hlutafjárútboðinu sem lauk í síðustu viku seldi Arion banki 30% hlut í félaginu á genginu 13,5 krónur á hlut.

Bréfin hækkuðu hratt við upphaf viðskipta og rauk í 16 krónur á hlut á fyrstu mínútunum. Það sem eftir lifði dags sveifluðust bréfin lítillega í kringum gengið 16. Velta með bréfin nam alls um 530 milljónum í 142 viðskiptum.