Gengi hlutabréfa í Högum hefur lækkað um 3,24% í dag í 452 milljóna króna viðskiptum. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru fleiri en ein viðskipti að baki þessari veltu. Gengi bréfa er nú 32,85, en þegar bréf í félaginu voru boðin út í árslok 2011 var gengið 13,5.

Mest viðskipti í dag hafa verið með bréf í Icelandair, en gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um 1,96%. Icelandair tilkynnti í gær um stóraukin umsvif á næsta ári. Meðal annars verður flugvélum í flota félagsins fjölgað um þrjár.