Haga-samstæðan hagnaðist um 1,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum rekstrarárs félagsins. Rekstrarár Haga byrjar í mars ár hvert og nær fram í ágúst.

Fram kemur í tilkynningu frá Högum að farið hafi verið yfir uppgjörið á stjórnarfundi Haga í dag.

Ástæðan fyrir því að afkoman er betri nú en í fyrra er sú að kostnaðarhlutfall lækkar, framlegðin er betri og afskriftir lægri.

Samþykkt var á stjórnarfundinum tilboð frá viðskiptabanka Haga um hagstæðari vaxtakjör á lánum þess. Áætlaður ávinningur félagsins á ársgrunni vegna lægri vaxtakjara muni nema a.m.k. 70 milljónum króna.