*

laugardagur, 12. júní 2021
Innlent 17. maí 2018 17:15

Hagar halda áfram að hækka

Mest hækkun var hjá N1 en bréf fyrirtækisins hækkuðu um 1,57% í dag.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfaverð í Högum hækkaði í dag um 0,94% í 180 milljóna króna viðskiptum. Viðskiptablaðið fjallaði í gær um umtalsverða hækkun í Högum. En Hagar birtu uppgjör eftir lokun markaða á þriðjudaginn. 

Mest hækkun var hjá N1 en bréf fyrirtækisins hækkuðu um 1,57% í dag.

Hlutabréfaverð í Eik hækkaði einnig um 1,52%.

Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 0,25% í dag. 

Mest lækkuðu bréf í Eimskip um 1,46% í 412 milljóna króna viðskiptum. 

Stikkorð: Hagar Kauphöll Íslands N1 Eik