Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hefur lækkað um 0,08% í 2,1 milljarða viðskiptum dagsins. Stendur hún nú í 1.765,24 stigum. Aðalvísitala skuldabréfa hefur hins vegar hækkað í 7,6 milljarða viðskiptum dagsins, eða um 0,07% í 1.319,62 stigum.

Mest hækkun var á bréfum Össurar, eða um 11,49% í 148 milljón króna viðskiptum og fæst hvert bréf félagsins nú á 485,00 krónur. Næst mest hækkun var með bréf N1, eða um 2,13% í 328 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 120,00 krónur.

Gengi bréfa Reita fasteignafélags hækkaði einnig, eða um 1,96% í 193 milljón króna viðskiptum. Við lok viðskipta var gengi bréfa félagsins því orðið 98,60 krónur.

Mest lækkun var á bréfum Haga, eða um 3,33% í tæplega 358 milljón króna viðskiptum. Lokagengi bréfa félagsins var 43,50 krónur. Marel lækkaði einnig, eða um 0,96%, í 178 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 335,00 krónur.

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði lítillega í dag í 2 milljarða viðskiptum. Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,1% í dag í 5,9 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 1,5 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 4 milljarða viðskiptum.