Hagar ætla í mál við íslenska ríkið vegna meintra brota á af hálfu þess gagnvart WTO skuldbindingum sem og EES samningnum. Þetta kemur fram á vísir.is .

Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga segir í viðtali að ríkið hafi tekið á sig margvíslegar alþjóðlegar skuldbindingar þess efnis að opna fyrir alþjóðleg viðskipti með ákveðnar matvörur til og frá Íslandi. Ísland sé því skuldbundið til að leyfa innflutning á ákveðnum matvælum og stuðla að virkri samkeppni á markaði með þær vörur. Markmiðið sé að tryggja hagsæld og réttindi neytenda. Samt sem áður er innflutningu á ákveðnum matvælum eins og kjöt og ostum vart mælanlegur hér á landi og tollar mjög háir.

Tilgangurinn með málsókninni er að láta reyna á lögmæti þess sem er sagt vera ofurtallar sem eru lagðir á innflutning matvæla. Það er mat Haga að atvinnufrelsi þeirra sé verulega skert þar sem innflutningsaðilar geti ekki komið ódýrari vörum til neytenda. Tollarnir valda því að að verð á vissum matvælum er hærra en það annars væri. Vinnist málið megi búast við því að látið verði af gjaldtökunni og rýmkað fyrir innflutningi sem muni skila sér í lægra vöruverði. Matarkarfa heimila ætti einnig að lækka með tilhærrandi lækkun á vísitölu neysluverðs og þá verðbólgu.

Páll Rúnar Mikael Kristjánsson
Páll Rúnar Mikael Kristjánsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga.