*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 5. janúar 2017 11:34

Hagar kaupa hluta brunarústa á 1,7 milljarða

Hagar hafa keypt 4.706 fermetra hlut í Skeifunni 11 á 1,7 milljarða. Húsið skemmdist alvarlega í bruna.

Ritstjórn
Bruni í Skeifunni 11, í júlí 2014.
Eva Björk Ægisdóttir

Í dag var undirritaður kaupsamningur um kaup Haga hf. á 4.706 fm2 eignarhluta í Skeifunni 11, auk hlutfallslegrar hlutdeildar í sameign. Seljandi er Fönn-Þvottaþjónusta. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar.

Eignin skemmdist umtalsvert í bruna árið 2014 og eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá keypti Fönn-þvottaþjónusta alla eignarhluti Reita í Skeifunni 11, fyrir áramót.

Mjög lítill hluti fasteignarinnar er í dag í útleigu vegna brunans í júlí 2014 Stærstur hluti eignarinnar hefur hins vegar ekki verið í útleigu. Aðeins einn leigusamningur er í gildi. Sá leigusamningur gildir til apríl 2017.

Kaupverðið er 1.714.000.000 krónur og verður fjármagnað úr sjóði. Reiknað er með afhendingu eignarinnar þann 13. janúar á þessu ári.

Stikkorð: Hagar kaupa Skeifann 11