Hagar hafa keypt smásöluhluta Tæknivals út úr félaginu og taka um leið yfir rekstur verslunar Tæknivals í Skeifunni. "Eftir þessar breytingar verður Tæknival fyrst og fremst á fyrirtækjamarkaði," sagði Stefán Jóhannesson, stjórnarformaður Byrs ehf. sem keypti Tæknival í síðustu viku.

Eftir því sem komist verður næst var vinna við sölu á smásöluhluta Tæknivals hafin áður en félagið var selt til Byrs. Velta Tæknivals á síðasta ári nam um 1100 milljónum króna. Með því að selja smásöluhlutan minnkar hún nokkuð.

Meðal þeirra vörumerkja sem Tæknival hefur umboð fyrir á Íslandi eru: Fujitzu Siemens, EMC gagnastæður, Xerox og Toshiba. Félagið mun halda eftir þeim hluta umboðana sem starfa á fyrirtækjasviði.