Hagar keyptu bréf í sjálfu sér af þremur lykilstjórnendum fyrirtækisins fyrir samtals rúmlega milljarð króna frá miðju ári 2008 fram til október 2009.

Stjórnendurnir sem um ræðir eru Finnur Árnason, forstjóri Haga, Jóhanna Waagfjörð, fyrrum fjármálastjóri Haga, og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.

Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningum Haga fyrir árin 2009 og 2010.

Samkvæmt ársreikningi Haga sem nær yfir tímabilið 1. febrúar 2008 til 31. janúar 2009 kemur fram að fyrirtækið hafi keypt bréf af lykilstarfsmönnunum 6. júní og 6. september 2008.

Samtals greiddu Hagar starfsmönnunum þremur 712,7 milljónir króna fyrir hlutina. Um er að ræða 2,34% hlut í Högum.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .