*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 4. júní 2021 16:26

Hagar lækka mest og Marel hækkar mest

Gengi Haga lækkaði um tæplega 3% í viðskiptum dagsins og gengi Marels hækkaði um 1,3%.

Ritstjórn

Gengi hlutabréfa Haga lækkaði mest í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni, eða um 2,67%, en velta með bréf félagsins nam þó aðeins 8 milljónum króna. Í kjölfarið stendur gengi bréfa félagsins í 58,3 krónum á hlut. Næst mest lækkaði gengi Reita, um 1,31% í 290 milljóna króna veltu og stendur gengi bréfa félagsins í 67,9 krónum á hlut í kjölfarið.

Einungis hækkaði gengi fjögurra af þeim nítján félögum sem skráð eru á Aðalmarkað Kauphallarinnar. Mest hækkaði gengi Marels, eða um 1,28% í 433 milljóna króna veltu. Gengi bréfa félagsins stendur fyrir vikið í 870 krónum á hlut. Hækkanir hinna þriggja félaganna, Regins, Eikar og Arion banka, voru innan við 1%.

Heildarvelta viðskipta dagsins nam 2,2 milljörðum króna og gengi OMXI10 vísitölunnar hækkaði um 0,4% og stendur í 2.992,44 stigum.   

Stikkorð: Hagar Marel Kauphöll Nasdaq