*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 16. maí 2017 12:22

Hagar lækka um 3,7%

Gengi Haga hf. hefur lækkað um 3,7% í 144 milljón króna viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Haga hf. fyrir rekstrarárið 2016/17 nam rétt rúmlega 4 milljörðum króna samanborið við 3,6 milljarða árið áður.

Þrátt fyrir þessa ágætu niðurstöðu og merki um hagræðingu innan samsteypunnar hefur gengi bréfa félagsins lækkað umtalsvert í dag.

Lækkunin nemur nú um 3,7% og er gengið komið niður í 53,80 krónur á hlut og það í 144 milljón króna viðskiptum.

VÍS og Sjóvá hafa einnig lækkað það sem af er degi, annars vegar um 1,25% og hins vegar um 1,06%. TM hefur lækkað um 1,61% en í litlum viðskiptum.

Stikkorð: Hagar Kauphöll Markaðir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is