Verð á hlutabréfum í Högum hefur lækkað um 5,33% í 62 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi. Í morgun var greint frá því að afkoma fyrirtæksins verði ekki í samræmi við afkomuspá.

Samkvæmt nýrri afkomuspá verður afkoma Haga á bilinu 4,6 til 4,7 milljarðar króna á rekstrarárinu, að undanskildum kostnaði við samruna og án tekjuáhrifa af Olís og fasteignafélaginu DGV sem einnig kemur inn í Haga við samrunann.