Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um akkúrat 1% í viðskiptum dagsins, niður í 2.006,94 stig. Heildarviðskiptin í kauphöllinni í dag námu 1,5 milljarði króna, þar af voru mestu viðskiptin eða fyrir 638 milljónir króna með bréf Símans, en gengi bréfanna breyttist ekki, og er 4,62 krónur.

Einungis tvö félög hækkuðu í verði í viðskiptum dagsins, Heimavellir mest eða um 1,69%, í 1,20 krónur í þó einungis 1 milljóna krónan viðskiptum. 0,25% hækkun á gengi bréfa Skeljungs var einnig í litlum viðskiptum, eða fyrir 12 milljónir króna, en gengið fór í 8,10 krónur.

Mest lækkun var á gengi bréfa Haga, eða um 2,96%, niður í 39,40 krónur, í 193 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkun var á gengi bréfa Festi, eða um 1,60% í 62 milljóna króna viðskiptum, og endaði gengið í 123 krónum hvert bréf.
Þriðja mesta lækkunin var svo á gengi bréfa Vís, eða um 1,43% í 25 milljóna króna viðskiptum. Lokagengið nam 11,68 krónum.

Krónan veikist

Íslenska krónan veiktist gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum sínum, utan japanska jensins, sem veiktist um 0,02% gagnvart krónunni.

Bandaríkjadalurinn styrktist um 0,52% gagnvart krónunni, og er kaupgengi hans nú 124,42 krónur. Evran styrktist um 0,29% í 138,24 krónur og breska pundið um 0,27% í 152,9 krónur.