Stjórnendur Haga hafa markvisst unnnið að því að hagræða í rekstri og styrkja undirstöður félagsins. Undanfarin misseri hefur rekstrarkostnaður lækkað og EBITDA-framlegð hækkað og kjarnastarfsemi Haga hefur staðist samdráttarskeiðið frá 2008.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt frá fyrirtækjaráðgjöf Arion banka sem send var völdum fjárfestum í síðustu viku vegna fyrirhugaðs útboðs á 20-30% hlut í Högum.

Í samnatektinni segir að Hagar séu fjárhagslega sterkt félag með öflugt sjóðstreymi sem gefi færi á niðurgreiðslu skulda og arðsgreiðslum. Bent er sésrtaklega á að vaxtaberandi skuldir félagsins nemi um 9,7 milljörðum króna sem jafngildi 2,2 sinnum EBITDA rekstrarársins 2010-2011 og að lánakjör félagsins séu nú mun hagstæðari en rekstrarárið 2010-2011.

Hagar Lógó
Hagar Lógó
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)