Þegar Rauðsól keypti allt hlutafé í 365 miðlum af félaginu, sem nú heitir Íslensk afþreying, voru miklar vangaveltur uppi um hvaðan féð hefði komið. Á þeim tíma kom fram að Rauðsól hefði greitt 1,5 milljarða króna í reiðufé og tekið yfir 4,4 milljarða skuldir . Nú, um tveimur árum síðar, hefur komið í ljós að Hagar keyptu í 365 miðlum eftir bankahrun 2008 fyrir 810 milljónir króna. Kaupin voru fjármögnuð með handbæru fé frá rekstri Haga. Í skráningarlýsingu Haga kemur fram að helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi og við kaupin. Eftirstöðvarnar voru seldar á næsta rekstrarári Haga til 365 miðla, sem Jón Ásgeir stjórnaði leynt og ljóst, fyrir andvirði undir 100 milljónum króna. Samkvæmt því var beint fjárhagslegt tap Haga vegna þessara viðskipta um 300 milljónir króna. Nánar um málið í Viðskiptablaðinu.

Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.