*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 16. desember 2020 18:02

Hagar og Kvika ný í Úrvalsvísitöluna

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands mun taka breytingum í janúar næstkomandi. Hagar og Kvika banki koma í stað Icelandair og Sjóvá.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland (OMXI10) mun taka breytingum þann 4. janúar á næsta ári. Þá munu Hagar og Kvika banki koma ný inn í vísitöluna og koma í staðinn fyrir Icelandair Group og Sjóvá. Frá þessu er greint í tilkynningu.

Téð vísitala er samsett af þeim tíu félögum sem mest viðskipti eru með á hlutabréfamarkaði Nasdaq Iceland. Endurskoðun á sér stað tvisvar á ári og tekur ný samsetning vísitölunnar gildi í janúar annars vegar og í júlí hins vegar.

Samsetning OMXI10 vísitölunnar frá og með 4. janúar 2021 verður eftirfarandi:

  • Arion Banki hf (ARION)
  • Eik fasteignafélag hf (EIK)
  • Festi hf. (FESTI)
  • Hagar hf. (HAGAR)
  • Kvika banki hf. (KVIKA)
  • Marel hf. (MAREL)
  • Reitir fasteignafélag hf. (REITIR)
  • Síminn hf. (SIMINN)
  • TM hf. (TM)
  • Vátryggingafélag Íslands hf. (VIS)
Stikkorð: Úrvalsvísitalan OMXI10