Það sem af er degi hefur gengi bréfa Haga og Reginn hækkað töluvert, en Reginn skilaði ársfjórðungsyfirliti sínu eftir opnun markaða í gær.

Viðskiptablaðið hefur einnig fjallað um verðmat á Högum, þar sem Capacent telur félagið hafa verið undirverðlagt á mörkuðum. Þegar þetta er skrifað hefur hækkun Haga numið 4,64%, í 230 milljón króna viðskiptum og stendur gengið nú í 36,10 krónum hvert bréf.

Reginn hefur hækkað um 2,34% í 52 milljón króna viðskiptum og er miðgildi gengis bréfanna nú 24,05 krónur. Gengi bréfa Skeljungs hefur hins vegar lækkað um 0,85%, niður í 6,99 krónur hvert bréf, en í mjög litlum viðskiptum, eða fyrir eina milljón.