Gengi hlutabréfa Haga hækkaði um 0,94% í Kauphöllinni í dag og endaði í það í 21,55 krónum á hlut. Það hefur aldrei verið hærra. Til samanburðar stóð það í 13,5 krónum á hlut í aðdraganda skráningar á markað um miðjan desember í fyrra.

Sömu sögu er að segja af gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins. Það hækkaði um 0,19% í Kauphöllinni í dag, endaði í 10,8 krónum á hlut og hefur það aldrei verið hærra. Hlutabréf Regins voru skráð á markað í júlí.

Þá hækkaði sömuleiðis gengi hlutabréfa Eimskips um 0,23%. Gengið hefur hins vegar lækkað nokkuð frá fyrstu viðskiptum á föstudag þegar það stóð í 225 krónum á hlut. Gengið stendur í í 220,5 krónum á hlut.

Á sama tíma lækkaði gengi hlutabréfa Marel um 0,77%.

Úrvasvísitalan lækkaði um 0,16% og endaði hún í 986,26 stigum.