„Þetta kemur aðeins á óvart,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um viðbrögð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við umsókn fyrirtækisins um viðbótartollakvóta vegna innflutnings á buffala-, geita- og ærmjólkurostum og lífrænum kjúklingi.

Ráðherra tilkynnti í dag að hann hefði að fenginni tillögu frá ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara ákveðið að úthluta ekki viðbótartollkvótumÁstæðan er sú að sérstakir tollkvótar fyrir 219 tonnum af osti og 259 tonnum af alifuglakjöti er árlega úthlutað og handhöfum þeirra er í sjálfsvald sett hvaða osta og alifuglakjöt þeir ákveði að flytja inn.

Finnur segir ljóst að Hagar muni ekki una við þessa niðurstöðu. „Við munum halda áfram með þetta mál,“ segir hann. Hann vill þó ekki uppljóstra hver næstu skref verða. „Við munum upplýsa um þau skref þegar þar að kemur,“ segir hann.