Staða matvörufyrirtækja er sterk hér á landi, sala á matvöru hefur aukist og og vaxtarmöguleikar takmarkaðir. Á sama tíma hefur sala á sérvörum dregist saman á milli ára.

Þetta kemur fram í kynningu fyrir hluthafa Haga og markaðsaðila .

Þar segir að rekstur sérvörufyrirtækja sé erfið ekki síst þar sem ráðstöfunartekjur heimilanna hefur vaxið lítið og háir skattar lagðir á föt. Í raun segir í kynningunni að fataverslun sé skattlögð úr landi.

Fram kemur í kynningu Haga að framlegð af rekstri fyrirtækisins hafi lækkað úr 24,8% í 23,5% á milli ára.

Hlutur sérvörufyrirtækja Haga nemur 5,7% af vörusölu fyrirtækisins. Afgangurinn liggur í matvöruhlutanum. Öll viðskiptavild sérvörufyrirtækja Haga hefur nú verið afskrifuð.

Hagar fjárfestu fyrir hálfan milljarð á Selfossi

Hagar opnuðu nýja verslun undir merkjum Hagkaups á Selfossi á síðasta rekstrarári og flutti verslun Bónus. Af heildarfjárfestingu og rekstrarfjármunum Haga á síaðsta ári, sem námu 948 milljónum króna, nam hlutur starfseminnar á Selfossi 515 milljónum króna. Í kostnaðartölum Haga féllu 120 milljónir til vegna skráningar fyrirtækisins á markað í fyrra.