Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,45% í dag en velta með hlutabréf nam rúmum milljarði króna. Úrvalsvísitalan stendur nú í 1.605,49 stigum

Hagar hækkaðu mest eða um 2,87% í ríflega 200 milljóna króna viðskiptum. Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel en félagið hækkaði um 0,39% í 327 milljóna króna viðskiptum. 187 milljóna króna viðskipti voru með bréf í N1 og hækkaði félagið um 0,43%. Síminn lækkaði um 0,26% í 109 milljóna króna viðskiptum. Að öðru leyti var frekar rólegt yfir viðskiptum í Kauphöllinni í dag.