Smásölurisinn Hagar hefur tilkynnt Rannsóknasetri verslunarinnar að félagið vilji ekki lengur taka þátt í íslensku smásöluvísitölunni — þar sem að það þjóni ekki hagsmunum félagsins lengur. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um málið, þar sem þetta er haft eftir öruggum heimildum. Samkvæmt þeim heimildum eru þar með grundvöllur vísitölunnar brostinn.

Smávöruvísitölunni var sett á stofn árið 2002 og hafa aðilar á borð við greiningardeildir bankanna, Seðlabanki Íslands, Hagstofan, og fleiri aðilar nýtt sér hana við greiningu. Vísitalan mælir breytingar á veltu í smávöruverslun.

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá vill Costco ekki veita upplýsingar um velta sína til Rannsóknarseturs verslunarinnar sem heldur utan um vísitöluna.