Hagnaður verslunarrisans Haga síðustu sex mánuði, tímabilið 1. mars til 31. ágúst 2007, nam 715 milljónum króna en tap fyrir sama tímabil árið áður nam 44 milljónum króna. Rekstrartekjur sama tíma námu 25.474 milljónum króna en námu 22.241 milljónum króna  fyrir sama tímabil árið áður segir í tilkynningu.

Heildareignir samstæðunnar í lok tímabilsins námu 26.068 milljónum króna  en námu 23.616 milljónum króna í febrúarlok 2007. Eigið fé félagsins í lok tímabilsins nam 8.965 milljónum króna en nam 6.538 milljónum króna í febrúarlok 2007. Eiginfjárhlutfall félagsins var 34,4%

Árshlutareikningur félagsins hefur að geyma samandreginn samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess.  Hann var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins 30. október 2007.

Árshlutareikningur félagsins er nú í fyrsta sinn gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS).  Innleiðing staðlanna hefur óveruleg áhrif á reikningsskil félagsins.