*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 28. apríl 2017 10:17

Hagar verði þriðja stærsta skráða félagið

Velta Haga eftir kaupin á Lyfju og Olís eykst því líklega um helming og fer úr 80 milljörðum í 120 milljarða króna.

Ritstjórn
Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Gígja Dögg Einarsdóttir

Ef að kaup Haga á Olíverzlun Íslands og Lyfju eftir verða Hagar þriðja stærsta skráða fyrirtækið í Kauphöll Íslands á eftir Icelandair Group og Marel, ef horft er til veltu fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins. Kaupin á Olís og Lyfju eru til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu, en nýverið var tilkynnt um að kaupverðið á Lyfju yrði lækkað um 50 milljónir. 

Gert er ráð fyrir því að velta Haga á rekstrarárinu 2016 til 2017 verði rúmir 80 milljarðar króna. Velta Lyfju á árinu 2015 var 8,9 milljarðar í fyrra samkvæmt ársreikningi og samkvæmt tilkynningu sem birt var í Kauphöll Nasdaq Iceland í fyrrakvöld, nam velta Olís á síðasta ári 31 milljarður króna. Velta Haga eftir kaupin á Lyfju og Olís eykst því líklega um helming og fer úr 80 milljörðum í 120 milljarða króna. 

Stikkorð: Hagar Olís Lyfja velta kaup
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is