Á stjórnarfundi Haga hf., sem fram fór í morgun, var ákveðið að ráðstöfun endurgreiðslu sem kom til í kjölfar endurreiknings á gengistryggðum lánum félagsins, yrði nýtt til niðurgreiðslu á láni Haga hjá Arion banka eða samtals kr. 514.282.295.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum til Kauphallarinnar en sem kunnugt er voru bréf Haga tekin í fyrsta skipti til viðskipta í Kauphöllinni í dag.

Í viðauka við lýsingu Haga hf., sem gefinn var út 9. desember sl., voru upplýsingar um bætta fjárhagsstöðu félagsins vegna endurútreiknings Arion banka á gengistryggðum lánum, sem gerð höfðu verið upp árið 2009. Endurútreikningurinn er á grundvelli laga um vexti og verðtryggingu.

Hagar Lógó
Hagar Lógó
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)