Hagfræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafa- og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að starfsmenn Deloitte munu kenna í náminu, taka við starfsnemum og styðja við lokaverkefni nemenda að því er kemur fram á Vísi.is .

Samstarfssamningurinn við Deloitte er gerður í kjölfar þess að stofnaðar voru tvær nýjar námslínur við hagfræðideildina – BS í fjármálahagfræði og viðskiptahagfræði en þær hafa verið afar vinsælar og leitt til þess að fjöldi nýnema við deildina tvöfaldaðist í haust.

Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar, segir að samstarfið opni nýjan þekkingar- og reynsluheim fyrir hagfræðinema og staðfesti þann áhuga sem hann hafi fundið fyrir í atvinnulífinu á þessum námsnýjungum. „Deloitte hefur verið hasla sér völl í efnahagstengdum greiningum og ég held að samstarfið við þá bjóði upp á marga möguleika fyrir báða aðila,“ útskýrir Ásgeir.