Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fer fyrir þróunarverkefni í Líberíu sem snýr að því að meta fiskistofna, koma upp skynsamlegri fiskveiðistefnu og byggja upp menntakerfi í sjávarútvegsfræðum þar í landi. Um er að ræða þriggja ára verkefni sem Ragnar Árnason hagfræðiprófessor hefur umsjón með og metið er á um 800 þúsund dollara eða um 100 milljónir íslenskra króna. Ragnarhefur þegar farið út til Líberíu ásamt Guðrúnu Geirsdóttur sem er doktor í menntunarfræðum.

Ragnar segir að vonir standi til að hægt sé að gera fiskveiðar á þessu svæði arðbærari, líffræðilega sjálfbærari og að vinnsla afurðanna verði bætt. „Líbería er eitt af fátæku ríkjum Vestur-Afríku. Það eru miklir fiskistofnar úti fyrir ströndum landsins en flestir af þeim eru sameiginlegir með öðrum þjóðum,“ segir Ragnar og nefnir lönd á borð við Síerra Leóne, Fílabeinsströndina og Gana.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .