Gunnar Tómasson hagfræðingur sem starfaði m.a. hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sagði í Silfri Egils á Ríkissjónvarpinu nú í hádeginu að hagfræðingar undanfarinna ára og áratuga hafi verið menntaðir og aldir upp á tómu bulli.

Rökfræðin á bakvið þær frjálshyggjukenningar sem hagkerfi heimsins hafi byggt á undanfarin ár hafi aldrei geta staðist.

Gunnar kom víða við í sínum orðum og sagðist hafa bent á með skriflegum hætti bæði í Bandaríkjunum , Bretlandi og á Íslandi þær rökvillur sem lágu að baki þeim hagfræðikenningum sem hagkerfi heimsins hefur síðan verið keyrt á í fjölmörg ár.

Sagðist hann líka hafa bent á að verðtryggingarkerfið sem hér var tekið upp gæti heldur ekki staðist og að hann hafi bent á leiðir til að komast út úr því að fullu fyrir 1. janúar 2010.