„Við höfum þurft að aðlaga reksturinn vegna þessa en við erum búnir að ætla að prófa þetta í nokkur ár.“

Þetta segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa í samtali við Viðskiptablaðið um sólarhringsopnun Hagkaups í Skeifunni en eins og fram kom í morgun ætla Hagkaup að halda áfram 24 stunda opnun verslunar sinnar í Skeifunni.

Gunnar Ingi segir að vel hafi tekist til við sólarhringsopnunina síðustu vikur. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir áframhaldandi viðskiptum að næturlagi þrátt fyrir að jólavertíðinni sé nú lokið.

„Það er einfaldlega markaður fyrir þetta,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að þetta sé atvinnuskapandi.

Aðspurður segir Gunnar Ingi að nokkuð seljist af sérvöru á kvöldin og nóttunni en ekki einungis matvörur.

Gunnar segir að í bili ekki sé áætlað að opna fleiri verslanir Hagkaupa allan sólarhringinn.